Persónuverndarstefna – Viðskiptamenn

Íslandsturnar Sendastaðir hf.

 

Persónuverndarstefna þessi lýsir því hvernig Íslandsturnar Sendastaðir hf. („við“) vinnum persónuupplýsingar um einstaklinga sem koma fram sem tengiliðir viðskiptavina okkar (lögaðila) í tengslum við veitingu þjónustu okkar („þú“). Persónuverndarstefna þessi er sett á grundvelli laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 („pvl.“) og almennu persónuverndarreglugerð ESB nr. 2016/679 („pvrg.“).

  1. Hvaðan er persónuupplýsingum safnað?
  2. Persónuupplýsingum er safnað beint frá tengiliðum viðskiptavina okkar.

  3. Flokkar persónuupplýsinga sem safnað er
  4. Við kunnum að safna eftirfarandi flokkum persónuupplýsinga um þig:

    • Nafn og starfstitill
    • Starfstengt tölvupóstfang
    • Símanúmer (ef það er gefið upp)
    • Undirskriftir (á samningum eða öðrum skjölum)
    • Innihald tölvupósta og annarra samskipta sem tengjast veitingu þjónustu okkar
    • Aðrar tengiliðaupplýsingar eins og þær eru veittar í samskiptum vegna viðskiptanna

  5. Tilgangur vinnslu
  6. Tilgangur vinnslunnar er eftirfarandi:

    • Framkvæma samninga við viðskiptavini
    • Eiga í samskiptum við tengiliði viðskiptavina
    • Veita og þjónustu okkar og aðstoða viðskiptavini
    • Viðhalda viðskiptasamböndum
    • Halda skrár um viðskiptamenn vegna innri stjórnunar félagsins (halda skipulega utan um mál og verkefni félagsins) og vegna lagaskyldu sem hvílir á félaginu (ef/þegar við á)

  7. Lagagrundvöllur vinnslu
  8. Vinnslan byggir á eftirfarandi lagagrundvelli:

    Lögmætir hagsmunir: Til að hafa umsjón með viðskiptasamböndum og samskiptum við tengiliði viðskiptavina

    Framkvæmd samnings: Þegar samskipti eru nauðsynleg til að uppfylla samning við viðskiptavin eða þegar gripið er til ráðstafana að beiðni tengiliðar viðskiptavinar áður en samningur er gerður

  9. Miðlun persónuupplýsinga
  10. Við kunnum að miðla persónuupplýsingum með:

    • Þjónustuveitendum okkar (t.d. þeim sem reka hugbúnaðarkerfi okkar)
    • Lögfræði-, bókhalds- eða upplýsingatækniþjónustuaðilum okkar sem bundnir eru trúnaði
    • Opinberum yfirvöldum, ef okkur er það skylt samkvæmt lögum

     

    Við hvorki seljum né eigum önnur viðskipti með persónuupplýsingar

  11. Alþjóðlegur flutningur persónuupplýsinga
  12. Við tryggjum að persónuupplýsingar þínar séu verndaðar í samræmi við persónuverndarstefnu þessa hvar sem unnið er með þær. Ef persónuupplýsingar eru fluttar út fyrir EES munum við eingöngu flytja persónuupplýsingar til ríkja sem framkvæmdastjórn ESB hefur talið tryggja fullnægjandi vernd persónuupplýsinga eða með því að gera viðeigandi verndarráðstafanir í samræmi við pvl. (svo sem með notkun staðlaðra samningsskilmála).

  13. Öryggi og varðveisla persónuupplýsinga
  14. Með hliðsjón af nýjustu tækni, kostnaði við framkvæmd og eðli, umfangi, samhengi og tilgangi vinnslunnar og áhættu, höfum við gert viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja viðunandi öryggi persónuupplýsinga, þ.m.t. eftir því sem við á, þær ráðstafanir sem um getur í 1. mgr. 32. gr. pvrg. 

     

    Við varðveitum persónuupplýsingar þínar eins lengi og nauðsyn krefur, að teknu tilliti til tilgangs vinnslu persónuupplýsinganna. Almennt mun varðveisla ekki standa lengur en sjö ár eftir að viðskiptasambandi við viðskiptavin lýkur, nema skylt sé að varveita persónuupplýsingarnar lengur samkvæmt lögum eða málefnileg ástæða er fyrir áframhaldandi varðveislu.   

     

    Bókhaldsgögn eru varðveitt í samræmi við lög nr. 145/1994 um bókhald nr. 145/1994 sem kveða á um að bókhaldsgögn skuli varðveitt í sjö ár frá lokum viðkomandi reikningsárs.

  15. Réttindi þín
  16. Þú átt rétt á að:

    • Fá aðgang að persónuupplýsingum þínum
    • Óska eftir leiðréttingu eða eyðingu
    • Andmæla eða takmarka vinnslu
    • Draga samþykki til baka (þegar við á)
    • Flytja persónuupplýsingar (í ákveðnum tilvikum)

     

    Viljir þú nýta þér framangreind réttindi, geturðu haft samband við sendastaðir@islandsturnar.is

     

    Teljir þú að við vinnum persónuupplýsingar þínar með ólögmætum hætti átt þú rétt á að kvarta til Persónuverndar. 

  17. Breytingar á þessari stefnu

Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessari persónuverndarstefnu eftir því sem þurfa þykir. Við munum vekja athygli á efnislegum breytingum. Nýjasta útgáfa stefnunnar birtist á vefsíðu okkar.

 

Síðast uppfært: maí 2025

 

Persónuverndarstefna – Umsækjendur um störf

Íslandsturnar hf.

 

Persónuverndarstefna þessi lýsir því hvernig Íslandsturnar hf. („við“) vinnum persónuupplýsingar um umsækjendur um störf („þú“). Persónuverndarstefna þessi er sett á grundvelli laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 („pvl.“) og almennu persónuverndarreglugerð ESB nr. 2016/679 („pvrg.“).

  1. Hvaðan er persónuupplýsingum safnað?
  2. Persónuupplýsingum er fyrst og fremst safnað frá starfsumsækjendum sjálfum. Hinsvegar kunnum við að afla persónuupplýsinga frá öðrum aðilum, svo sem meðmælendum eða ráðningarstofum. 

  3. Flokkar persónuupplýsinga sem safnað er
  4. Við kunnum að safna eftirfarandi persónuupplýsingum á meðan á ráðningarferli stendur:

    • Nafn og tengiliðaupplýsingar
    • Ferilskrá og kynningarbréf
    • Hæfni, færni, starfsferill
    • Glósur úr viðtölum og niðurstöður mats
    • Meðmæli og bakgrunnsupplýsingar
    • Allar aðrar persónuupplýsingar sem veittar eru af fúsum og frjálsum vilja (svo sem andlitsmynd, upplýsingar um áhugamál og tómstundir)

  5. Tilgangur vinnslu
  6. Persónuupplýsingar eru unnar í þeim tilgangi að:

    • Meta umsóknir og hæfni
    • Skipuleggja og taka starfsviðtöl
    • Taka ákvarðanir um ráðningu
    • Eiga í samskiptum við umsækjendur á meðan á ráðningarferli stendur
    • Til að hafa samband við umsækjendur sem ekki voru ráðnir ef þeir koma til greina í starf síðar

  7. Lagagrundvöllur vinnslu
  8. Vinnslan byggir á eftirfarandi lagagrundvelli:

    • Ráðstafanir áður en samningur er gerður: Vinnslan er nauðsynleg til að taka umsókn til skoðunar og ákveða hvort af ráðningu verður
    • Lögmætir hagsmunir: Nauðsynleg vinnsla fyrir skilvirkt ráðningarferli og skjalavörslu og til að geyma gögn umsækjenda sem ekki voru ráðnir ef þeir koma til greina í starf síðar

  9. Miðlun persónuupplýsinga
  10. Persónuupplýsingum þínum kann að vera deilt með starfsfólki okkar sem kemur að ráðningum, ráðningarþjónustuaðilum og öðrum þjónustuaðilum sem bundnir eru trúnaði, svo sem þeim sem reka hugbúnaðarkerfi okkar. 

  11. Alþjóðlegur flutningur persónuupplýsinga
  12. Við tryggjum að persónuupplýsingar þínar séu verndaðar í samræmi við persónuverndarstefnu þessa hvar sem unnið er með þær. Ef persónuupplýsingar eru fluttar út fyrir EES munum við eingöngu flytja persónuupplýsingar til ríkja sem framkvæmdastjórn ESB hefur talið tryggja fullnægjandi vernd persónuupplýsinga eða með því að gera viðeigandi verndarráðstafanir í samræmi við pvl. (svo sem með notkun staðlaðra samningsskilmála).

  13. Öryggi og varðveisla persónuupplýsinga
  14. Með hliðsjón af nýjustu tækni, kostnaði við framkvæmd og eðli, umfangi, samhengi og tilgangi vinnslunnar og áhættu, höfum við gert viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja viðunandi öryggi persónuupplýsinga, þ.m.t., eftir því sem við á, þær ráðstafanir sem um getur í 1. mgr. 32. gr. pvrg. 

     

    Við áskiljum okkur rétt til að geyma umsóknir í allt að 12 mánuði í þeim tilgangi að hafa samband við umsækjanda sem gæti komið til greina í starf hjá okkur síðar. Ef þú óskar ekki eftir slíkri varðveislu getur þú haft samband við okkur og andmælt áframhaldandi varðveislu umsóknarinnar. Ef af ráðningu verður áskiljum við okkur rétt til að varðveita umsókn um starf á meðan starfsmaður starfar hjá okkur í samræmi við persónuverndarstefnu okkar fyrir starfsmenn. 

  15. Réttindi þín
  16. Þú átt rétt á að:

    • Fá aðgang að persónuupplýsingum þínum
    • Óska eftir leiðréttingu eða eyðingu
    • Andmæla eða takmarka vinnslu
    • Draga samþykki til baka (þegar við á)
    • Flytja persónuupplýsingar (í ákveðnum tilvikum)

     

    Viljir þú nýta þér framangreind réttindi, geturðu haft samband við islandsturnar@islandsturnar.is

     

    Teljir þú að við vinnum persónuupplýsingar þínar með ólögmætum hætti átt þú rétt á að kvarta til Persónuverndar. 

  17. Breytingar á þessari stefnu

Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessari persónuverndarstefnu eftir því sem þurfa þykir. Við munum vekja athygli á efnislegum breytingum. Nýjasta útgáfa stefnunnar birtist á vefsíðu okkar.

 

Síðast uppfært: maí 2025