Fyrir okkur skiptir miklu máli að eiga gott samstarf við viðskiptavini okkar. Við höfum viðamikla reynslu af rekstri og uppbyggingu á staðsetningum fyrir þráðlaus fjarskipti og leggjum metnað okkar í að standa vel að verki.

Við leigjum. Við byggjum. Við starfrækjum.

Uppbygging nýrrar aðstöðu

ÍslandsTurnar vinna með fjarskiptafyrirtækjum og sveitarfélögum að uppbyggingu þráðlausrar aðstöðu á hentugum stöðum. Við veljum staðsetningar sem auka þjónustusvæði og afköst þráðlausra samskiptalausna.

Með því að starfrækja mörg hundruð aðstöður höfum við á að skipa þekkingu og reynslu. ÍslandsTurnar geta þar af leiðandi tekið að sér uppbyggingu af hvaða stærð sem er og við vinnum verkið hratt og örugglega.

Aðstöðuleiga

Með mörg hundruð eignir í rekstri vítt og breitt um landið bjóða ÍslandsTurnar fyrirtækjum upp á fjölbreyttar staðsetningar og lausnir til þess að ná til viðskiptavina sinna.

Starfslið okkar hefur mikla reynslu og þekkingu af fjarskiptainnviðum, bæði hvað varðar rekstur og uppbyggingu á þráðlausum fjarskiptum og ljósvakaútsendingum.  Við bjóðum uppá langtímasamninga til að tryggja hag allra aðila og leggjum okkur fram um að veita framúrskarandi þjónustu.

Aðstöðurekstur

Við aðstoðum fasteignaeigendur að koma vannýttum eignahlutum í verð með því að leigja þá fyrir þráðlaus fjarskipti. Starfslið ÍslandsTurna býður fram reynslu sína og þekkingu til þess að sjá um ferlið að öllu leyti, bæði hvað varðar uppbyggingu aðstöðunnar sem og um öruggan rekstur hennar og tryggja þannig land- og fasteignaeigendum reglulegar tekjur til langs tíma.