Algengar spurningar

Eru til mælingar yfir rafsegulbylgjur frá búnaði?

Það er reglulega verið að mæla áhrif og fjarskiptastofa gefur út alþjóðlegar tíðnir sem allar rannsóknir á alþjóðavísu staðfesta að séu innan hættumarka. Geislavarnir ríkisins fylgjast með og gera sínar eigin mælinga. Mælingar þeirra hafa sýnt að geislun nálægt fjarskiptastöðum er alltaf langt undir viðmiðunarmörkum. Meiri upplýsingar má nálgast á síðu Geislavarna ríkisins

Hvaða lausnir bjóða Íslandsturnar upp á?

Þaklausnir eða möstur eru lang algengust.
Á þökum húsa er yfirleitt sett ein stálsúla þar sem loftnet eru fest á. Yfirleitt vísa loftnetin í þrjár áttir.
Súlan er oftast 3-5 metrar, og er vandlega fest samkvæmt hönnun sem byggir á áratuga reynslu.
Loftnetin eru tengd við fjarskiptabúnað sem er staðsettur á þakinu eða innan byggingarinnar í sérstöku rými (2fm nægir).
Möstur á jörðu niðri eru alltaf reist á steyptri undirstöðu. Þau eru mishá, t.d. 12-15 metrar í þéttbýli en hærri í dreifbýli. Við hlið masturs eru 1-2 tækjaskápar sem hýsa fjarskiptabúnaðinn og tengjast við loftnetin.
Alltaf þarf að tengja rafmagn og ljósleiðara við staðinn, hvort sem er fyrir þaklausnir eða möstur.

Hvernig er ferlið varðandi að setja upp aðstöðu og búnað?

Fyrst er að gera leigusamning, gera drög að útfærslu, útbúa teikningu í samráði við eigendur og fá umboð til að sækja um byggingarleyfi til Byggingafulltrúa. Íslandsturnar sækja um öll leyfi og láta framkvæma hönnun á uppsetningunni/útfærslunni.

Leigusamningar eru alltaf háðir því að tilskilin leyfi fáist og einnig falla þeir niður ef hönnun gengur ekki upp fyrir staðinn/fasteignina.

Þegar leyfismál eru frágengin eru framkvæmdir skipulagðar og eigandi fasteignarinnar upplýstur um það. Áður hafa Íslandsturnar og eigandi komið sér saman um útfærslu framkvæmdarinnar.

Framkvæmd hefst og aðstaðan er útfærð. Þetta tekur yfirleitt 4-8 vikur.
Fjarskiptabúnaður er oft settur upp á sama tíma og aðstaðan er byggð, en þó ekki alltaf og þá gerist það yfirleitt nokkrum vikum síðar. Alltaf er kappkostað að umgengni og óþægindi fyrir íbúa verði með allra minnsta móti. Starfsmenn Íslandsturna og verktakar hafa mikla reynslu og leitast við að passa þetta sem allra best.

Eftir að leyfismál eru frágengin er markmið Íslandsturna að staðurinn sé tilbúinn til fjarskiptaþjónustu innan tveggja mánaða.

Er gerður leigusamningur varðandi aðstöðu?

Já alltaf. Þar sem um er að ræða umtalsverða fjárfestingu í bæði aðstöðu og í fjarskiptabúnaði er alltaf miðað við langtímasamninga. Reynslan sýnir að langflestir staðir sem hafa verið byggðir fyrir áratugum síðan eru ennþá í notkun og afar sjaldgæft er að staður sé lagður niður. Íslandsturnar vilja eiga langt og farsælt samband við viðskiptavini sína og alltaf er opið fyrir samtal um breytingar á leigusamningi ef aðstæður kalla eftir því.

Hve lengi er verið að setja upp aðstöðu og búnað t.d. á þakgafl?

Það þarf ekki að taka nema örfáa daga en fer eftir aðstæðum. Eftir að hönnun og leyfismál liggja fyrir, og súlur og festingar eru til reiðu, þá ætti heildar uppbyggingu fyrir staðinn að vera lokið eftir 6-8 vikur. Það er þó ekkert algilt og fer eftir umfangi hvers staðar.

Hver er rafmagnsþörf fyrir tæknibúnað?

Við þurfum 4 einfasa 16A öryggi. Ekki á lekaliða. Íslandsturnar sjá alfarið um alla rafvirkjavinnu, í samráði við eiganda fasteignar.

Hvaða tegund af varaafli er notað?

Lithíum rafhlaða algengast sem varaafl á nýjum aðstöðum í dag.

Hvaða fjarskiptafyrirtæki eru í samstarfi við Íslandsturna ?

Nova, Sýn og Síminn (Míla) eru öll í viðskiptum við Íslandsturna. Einnig þjónustum við fleiri aðila, t.d. fyrir útvarps og internet-þjónustu.

Hvert er markaðssvæði Íslandsturna?

Við rekum nú u.þ.b. 400 staði vítt og breitt um landið og erum alltaf að fjölga þeim vegna þess að fjarskiptafélögin eru stöðugt að bæta og þétta sambandið.

Þarf byggingarleyfi fyrir að setja loftnet á gafl/þak á húsnæði?

Já yfirleitt, en það fer þó eftir aðstæðum. Íslandsturnar sjá um að sækja um öll leyfismál en þurfa umboð allra sem eiga fasteignina.

Hver er algeng hæð á fjarskiptamastri?

Fjarskiptamöstur á steyptum grunni eru yfirleitt frá 12m til 24 metra en geta verið lægri eða hærri. Lægri möstrin (12-15m) eru oftast í þéttbýli en hærri möstrin í dreifbýli eða óbyggðum.
Lægri möstrin eru oft ein breið súla en hærri möstrin eru yfirleitt þriggja eða fjögurra fóta grindarmöstur (grind sem sést í gegnum).

Hvernig virkar loftnetsbúnaður og hvað er útbreiðslusvæði hans?

Loftnetin senda til og móttaka merki fyrir farsíma/farnet og þurfa að skynja veikar sendingar frá búnaði sem er langt í burtu, yfirleitt í nokkur hundruð metra fjarlægð en stundum nokkra kílómetra frá. Þess vegna er ekki sterk útgeislun frá loftnetunum.

Hvað eru margir loftnetssendar per stað og hvað ræður því?

Yfirleitt er einn sendir fyrir eina súlu á þaki húss, en tveir sendar fyrir möstur og þá eru oft tveir tækjaskápar við hliðina á mastrinu.

Hver greiðir fyrir rafmagnsnotkun loftnetsbúnaðar?

Íslandsturnar eða fjarskiptafyrirtækið greiða fyrir rafmagnið.

Er hægt að setja aðstöðu og búnað á allar gerðir húsnæðis?

Já yfirleitt, en þó gerist það að bygging reynist ekki henta vegna hönnunarsjónarmiða. Það gæti t.d. verið að burðarvirki húss henti ekki fyrir þaksúlu þegar nánar er skoðað.

Hvað er tækjaskápur og þarf að hafa aðgang að rými innandyra fyrir tækjaskáp?

Tækjaskápur hýsir fjarskiptabúnað. Þessir skápar geta verið úti en eru stundum innandyra ef það hentar betur fyrir staðinn. Þá er útbúið lítið rými innandyra fyrir tækjaskápinn eða fjarskiptabúnaðinn ef hann fer ekki inni í skáp.