ÍslandsTurnar var stofnsett árið 2021 og er eigandi að hátt í 400 fjarskiptaturnum víðs vegar um landið. ÍslandsTurnar njóta stuðnings DigitalBridge sem er aðaleigandi fyrirtækisins auk þess að vera einn eigandi fjölmargra sambærilegra fyrirtækja víða um heim. Þannig njóta ÍsandsTurnar samstarfs við systurfélög í öðrum löndum og leggja kapp á að veita viðskiptavinum sínum ávallt bestu lausnir.

Sítengdur heimur fólks og fyrirtækja

Hjá ÍslandsTurnum sérhæfum við okkur í lausnum sem tryggja þráðlaus fjarskipti og ljósvakaútsendingar með því starfrækja og byggja aðstöðu fyrir fjarskiptafyrirtæki og útvarpsþjónustu. Það gerum við með margvíslegum lausnum, svo sem háum fjarskiptamöstrum, snjöllum stauralausnum eða fyrirferðalitlum útfærslum á þökum húsa. Við leggjum áherslu á samnýtingu aðstöðunnar fyrir fleiri en einn fjarskiptaaðila og mætum þannig þörfum þeirra og samfélagsins alls fyrir hagnýtar lausnir.

Rekstur sem byggir á reynslu og þekkingu

ÍslandsTurnar hafa á að skipa starfs- og samstarfsfólki sem býr að viðamikilli reynslu á íslenskum fjarskiptamarkaði og hafa starfað þar um árabil. Með þeirri þekkingu og samstarfi ÍslandsTurna við DigitalBridge systurfélögin leggjum við kapp á að veita framúrskarandi þjónustu.

Starfsfólk

Jóakim Reynisson
Framkvæmdastjóri
joakim@islandsturnar.is
Sími: 770 1007

Kjartan Ari Jónsson
Verkefnastjóri mannvirkja
kjartan@islandsturnar.is
Sími: 617 7839

Sigurður Lúðvík Stefánsson
Verkefnastjóri hönnunar
sigurdur@islandsturnar.is
Sími: 777 9624

Hlynur Ragnarsson
Viðskiptastjóri
hlynur@islandsturnar.is
Sími: 624 8080