ÍslandsTurnar

rekur aðstöðuleigu fyrir fjarskiptafyrirtæki og ljósvakaútsendingar um land allt.
Við bætum stöðugt við staðsetningar okkar með nýjum fjarskiptaturnum og
snjöllum aðstöðulausnum.

ÍslandsTurnar hjálpa fjarskiptafyrirtækjum að
mæta þörfum viðskiptavina sinna fyrir nútímaleg og þráðlaus samskipti. Við tryggjum einnig aðstöðu fyrir útsendingar ljósvakamiðla. Með síaukinni þörf fyrir þráðlaus samskipti er okkar markmið að notendur á Íslandi séu alltaf tengdir, hvar og hvenær sem þeir eru.

Viðskiptavinir okkar leita stöðugt eftir aðstöðu fyrir búnað sinn á margvíslegum stöðum, svo sem á húsþökum bygginga, í möstrum sem reist eru á leigulandi auk ýmissa annara staðsetninga.

Þar af leiðandi skapast tækifæri fyrir fasteigna- eða landeigendur, í samstarfi við ÍslandsTurna, til að auka tekjur sínar með því að leigja hluta eigna sinna og leggja þannig sitt af mörkum til að mæta þörfum nútímasamfélags um sítengingu almennings, fyrirtækja og stofnana. Nú þegar búa ÍslandsTurnar yfir slíkri aðstöðu á tæplega 400 stöðum vítt og breitt um Ísland.

islandsturnar.is

Fyrir okkur skiptir miklu máli að eiga gott samstarf við viðskiptavini okkar. Við höfum viðamikla reynslu af rekstri og uppbyggingu á staðsetningum fyrir þráðlaus fjarskipti og leggjum metnað okkar í að standa vel að verki.

Við leigjum. Við byggjum. Við starfrækjum.

Uppbygging nýrrar aðstöðu

ÍslandsTurnar vinna með fjarskiptafyrirtækjum og sveitarfélögum að uppbyggingu þráðlausrar aðstöðu á hentugum stöðum. Við veljum staðsetningar sem auka þjónustusvæði og afköst þráðlausra samskiptalausna.

Með því að starfrækja mörg hundruð aðstöður höfum við á að skipa þekkingu og reynslu. ÍslandsTurnar geta þar af leiðandi tekið að sér uppbyggingu af hvaða stærð sem er og við vinnum verkið hratt og örugglega.

Aðstöðuleiga

Með mörg hundruð eignir í rekstri vítt og breitt um landið bjóða ÍslandsTurnar fyrirtækjum upp á fjölbreyttar staðsetningar og lausnir til þess að ná til viðskiptavina sinna.

Starfslið okkar hefur mikla reynslu og þekkingu af fjarskiptainnviðum, bæði hvað varðar rekstur og uppbyggingu á þráðlausum fjarskiptum og ljósvakaútsendingum.  Við bjóðum uppá langtímasamninga til að tryggja hag allra aðila og leggjum okkur fram um að veita framúrskarandi þjónustu.

Aðstöðurekstur

Við aðstoðum fasteignaeigendur að koma vannýttum eignahlutum í verð með því að leigja þá fyrir þráðlaus fjarskipti. Starfslið ÍslandsTurna býður fram reynslu sína og þekkingu til þess að sjá um ferlið að öllu leyti, bæði hvað varðar uppbyggingu aðstöðunnar sem og um öruggan rekstur hennar og tryggja þannig land- og fasteignaeigendum reglulegar tekjur til langs tíma.

ÍslandsTurnar var stofnsett árið 2021 og er eigandi og rekstraraðili hátt í 400 fjarskiptaturna víðs vegar um landið. ÍslandsTurnar njóta stuðnings DigitalBridge, sem er aðaleigandi fyrirtækisins og einn af brautryðjendum í fjárfestingum stafrænna innviða víðs vegar um heim. Þannig nýtur fyrirtækið samstarfs við systurfélög í öðrum löndum og leggur kapp á að veita viðskiptavinum sínum ávallt bestu lausnirnar.

Virk farsíma- og internettenging

Lausnir ÍslandsTurna samanstanda m.a. af fjarskiptamöstrum, snjöllum stauralausnum og fyrirferðalitlum útfærslum á þökum húsa. Margs konar lausnir gera viðskiptavinum okkar kleift að bjóða upp á skilvirkar tengingar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Við leggjum jafnframt áherslu á samnýtingu innviða fyrir fleiri en einn fjarskiptaaðila og mætum þannig þörfum þeirra og samfélagsins alls fyrir hagnýtar lausnir.

Rekstur sem byggir á reynslu og þekkingu

ÍslandsTurnar hafa á að skipa starfs- og samstarfsfólki sem býr að viðamikilli reynslu á íslenskum fjarskiptamarkaði og hafa starfað þar um árabil. Með þeirri þekkingu og samstarfi ÍslandsTurna við DigitalBridge systurfélögin leggjum við kapp á að veita framúrskarandi þjónustu.

Starfsfólk

Kjartan Ari Jónsson
Framkvæmdastjóri
kjartan@islandsturnar.is
Sími: 617 7839

Sigurður Lúðvík Stefánsson
Byggingarfræðingur/stjóri
sigurdur@islandsturnar.is
Sími: 777 9624

Hlynur Ragnarsson
Viðskiptastjóri
hlynur@islandsturnar.is
Sími: 624 8080