ÍslandsTurnar hjálpa fjarskiptafyrirtækjum að
mæta þörfum viðskiptavina sinna fyrir nútímaleg og þráðlaus samskipti. Við tryggjum einnig aðstöðu fyrir útsendingar ljósvakamiðla. Með síaukinni þörf fyrir þráðlaus samskipti er okkar markmið að notendur á Íslandi séu alltaf tengdir, hvar og hvenær sem þeir eru.
Viðskiptavinir okkar leita stöðugt eftir aðstöðu fyrir búnað sinn með á margvíslegum stöðum og staðsetningum, svo sem á húsþökum bygginga eða í möstrum sem reist eru á leigulandi auk ýmissa annara leiða.
Vegna þessa geta fasteigna- eða landeigendur, í samstarfi við ÍslandsTurna, aukið tekjur sínar með því að leigja lítinn og ónotaðan hluta eigna sinna og þannig tekið þátt í þeirri sítengingu almennings, fyrirtækja og stofnana sem þróað nútímasamfélag gerir kröfu um. Nú þegar búa ÍslandsTurnar að slíkri aðstöðu á næstum 400 stöðum vítt og breitt um landið.